Ávana- og fíkniefnaleit í þvagi

Beiðni

Velja þarf ákveðinn flokk (flokka) efna eða ákveðið efni.

Gjaldfært er fyrir hvern flokk.

Sýnataka

  • Þvag: 5-10 ml.

Æskilegt er að geyma þvag í kæli þar til það er sent til Rannsóknastofunnar.

Afgreiðslutími

Niðurstöður liggja fyrir innan 10 daga.

Flýtimeðferð, gegn aukagjaldi: Ef sýni berst fyrir kl 13, er svarað næsta virka dag.

Mæliþröskuldur og styrkur

Við stöðlun aðferða er tekið mið af evrópskum vinnustaðastaðli (EWDTS) við ákvörðun mæliþröskulda (cut-off) fyrir efnin. Sýnið er gefið út jákvætt ef styrkur þess í þvagi er jafnhár eða hærri en mæliþröskuldur. Það er því eingöngu verið að segja til um neyslu efnis.

Ekki er hægt að segja til um hversu mikils magns af efninu hefur verið neytt, þar sem styrkur er m.a. háður vökvaneyslu einstaklings, tíma frá inntöku efnis og styrk efnis.

Geymsla sýna hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) eftir mælingu

Neikvæð sýni: 4 vikur í kæli (hægt að biðja um ítarlegri leit innan þess tíma).

Jákvæð sýni: 1 ár í frysti.