Ávana- og fíkniefnamælingar

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) sér um ávana- og fíkniefnamælingar í blóði og þvagi fyrir fangelsi, félagsmálayfirvöld og fleiri.

Greiningartími efna í þvagi er meðal annars háður helmingunartíma (t1/2) efna og styrk þeirra.

Ávana- og fíkniefnaleit í þvagi

Viðmiðunargildi fyrir greiningartíma ávana- og fíkniefna í þvagi
Mynd 1. Viðmiðunargildi fyrir greiningartíma ávana- og fíkniefna í þvagi

 1 Greingartími umbrotsefnis kannabis, tetrahýdrókannabínólsýru í þvagi:
                                          Neysla í eitt skipti í allt að 2 daga
                                          Neysla 3x í viku í allt að 2 vikur
                                          Neysla daglega, 2-4 vikur
                                          Mikil neysla í langan tíma, 4-6 vikur (jafnvel allt að 12 vikur)

2Nýmyndaðir kannabínóíðar er samheiti yfir meira en 250 smíðuð efni sem geta örvað kannabínóíðaviðtaka. Skimað er fyrir þeim efnum sem efnissýnadeild RLE sér í umferð á Íslandi og má því búast við breytingum í takt við það.

36-Mónóacetýlmorfín (6-MAM) er umbrotsefni heróins, það greinist skemur en sólarhring í þvagi. Morfín er einnig umbrotsefni heróins og greinist það lengur í þvagi. Ekki er unnt að segja til um ef eingöngu morfín greinist í þvagi hvort það stafi af heróin-, kódein- eða morfínneyslu.

4Búprenorfín og virkt umbrotsefni þess norbúprenorfín er bæði notað sem verkjalyf og einnig í blöndu með naloxoni til meðferðar á ópíatfíkn.

Brotthvarf (elimination) er samnefnari fyrir útskilnað (excretion) og umbrot (metabolism) efnis úr blóði. Þau geta skilist út:

  • Óbreytt
  • Sem umbrotsefni1 (eitt eða fleiri)
  • Bæði óbreytt og sem umbrotsefni 

 
1 Umbrotsefni (metabolite) myndast við umbrot á efnasambandi í líkamanum. Umbrotsefni eru oftast minna virk og auðleysanlegri og þar með skiljast hraðar út með þvagi.

Leitað er að ávana- og fíkniefnun í þvagsýnum með vökvagreini tengdum massaskynjurum (LC-MS/MS), sem sértæk og nákvæm greining. Við greiningu efna er notast við rástíma á súlu, einkennandi massajónir fyrir efnið og jónahlutfall.

Staðlar og samanburðarsýni eru mæld samhliða.

Ætlunin er að ofangreind aðferð verði í stöðugri endurskoðun hjá Rannsóknastofunni (RLE) og spegli að mestu ávana- og fíkniefnanotkun á Ísland.