Header Paragraph

Þriðja græna skrefinu náð!

Image
Viðurkenningarskjal fyrir græn skref

RLE  heldur áfram þátttöku sinni í Grænum skrefum, en markmið þeirra er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum stofnuninnar og innleiða öflugt umhverfisstarf undir handleiðslu Umhverfisstofnunar.

Við fögnuðum viðurkenningu Umhverfisstofnunar um þriðja græna skrefið með því að skála í grænum (auðvitað!) hollustudrykk þriðjudaginn 2. nóvember 2021.

Í þessu felst meðal annars:

Miðlun og stjórnun: Mælanleg markmið fyrir þá umhverfisþætti sem umhverfis-og loftslagsstefna okkar nær til, þ.á.m. markmið um minni sóun með því að minnka pappírsnotkun. Minna kolefnisspor með færri flugferðum og fleiri fjarfundum. Minni orkunotkun, með því að draga úr óþarfa ljósa- og heitavatnsnotkun.

Innkaup: Nýjar verklagsreglur sem tryggja að kröfur okkar í umhverfismálum komast til skila til birgja. Fylgst með og reynt að draga úr notkun hættulegra efna. Hleðslurafhlöður í stað einnota.

Samgöngur: Skýr vilji RLE um að styðja hjólreiðarmenningu, (sjá hjolavottun.is), sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu.

Rafmagn og húshitun: Markmið um minni raforkunotkun, miðlæga nýtingu prentara og fækkun og samnýtingu á tækjum.

Flokkun og minni sóun: Yfir 70% af úrgangi flokkaður. Fleiri niðurstöður sendar með rafrænum hætti. Fjölpóstur afþakkaður.

Viðburðir og fundir: Engar eða vistvænar umbúðir um veitingar. Útprentuð gögn í lágmarki .

Eldhús og kaffistofur: Hugað að siðgæðis- og lífrænni vottun við kaup á kaffi, te, mjólk og sykri. Magn matarsóunnar mælt a.m.k. eina viku á ári.

Image
Viðurkenningarskjal fyrir græn skref