Mengunar- og eiturefnamælingar

Rannsóknastofa í lyfja og eiturefnafræði (RLE) tekur við sýnum til mælinga á mengunar- og eiturefnum.

Helstu mælingarflokkar eru:

 • PCB-efni í olíu
 • Þrávirk lífræn efni (PCB og varnarefni) í umhverfi og lífverum 
 • PAH-efni (EPA-16) í kræklingi, seti og jarðvegi
 • Olíuefni í vatni, jarðvegi og fleira
 • Rokgjörn lífræn efni í vatni, jarðvegi og fleira
 • Tríhalómetan-efni í vatni
 • Önnur lífræn mengunarefni skv. samkomulagi.

Nánar um efnaflokka

PCB og varnarefni eru ákvörðuð með gasgreini tengdum massaskynjara eða með ECD-skynjara, sem er sérhæfður til ákvörðunar á lífrænum halógensamböndum, þegar styrkur er lægri. Efnin eru greind í ýmiskonar sýnum s.s. blóði, ýmsum vefjum, lofti, úrkomu, jarðvegi o.fl.

Til að tryggja gæði þessara mælinga tekur rannsóknastofan þátt í samanburðarprófum á greiningu þrávirkra lífrænna efna í fiski og skelfiski á vegum QUASIMEME tvisvar sinnum á ári og í blóði á vegum AMAP þrisvar á ári.

Dæmi um efni sem greind eru:

 • 7 - 15 mismunandi PCB-efni (#28, 31, 52, 74, 99, 101, 105, 118138153, 156, 170, 180, 183, 187)
 • alfa-, beta- og gamma-HCH
 • HCB
 • alfa- og gamma-Chlordane
 • trans-nonachlor
 • oxychlordane
 • 4,4'-DDE, 4,4'-DDD, 2,4'-DDT og 4,4'-DDT
 • toxafen afleiður (parlar 26, parlar 50 og parlar 62).
 • 5 PBDE-efni (#47, 99, 100, 153, 154)

Hafið samband við Rannsóknastofuna varðandi magn og meðferð sýna.

PAH efni (sjá lista) eru ákvörðuð með gasgreini tengdum massaskynjara. Efnin eru greind í kræklingi, seti eða jarðvegi.

Til að tryggja gæði þessara mælinga er greint með sýni frá Quasimeme sem hefur þekktan styrk af efnunum.

 

EPA- efnin
naftalene
acenaftylene
acenaftene
fluorene
phenanthrene
anthracene
fluoranthene
pyrene
benz(a)anthracene
chrysene
benzo(b)fluoranthene
benzo(k)fluoranthene
benzo(a)pyrene
indeno(1,2,3-cd)pyrene
dibenz(a,h)anthracene
benzo(ghi)perylene

 

Olíuefni eru ákvörðuð með gasgreini með logaskynjara (FID).  Greind er tegund og heildarmagn olíuefna.

Greiningarmörk í jarðvegi eru við um það bil:

 • 2 mg/kg (ppm) fyrir léttari olíuefni eins og bensín og steinolíu
 • 5 mg/kg (ppm) fyrir diesel- eða gasolíu
 • 20-25 mg/kg (ppm) fyrir þyngri olíur eins og smurolíur

Greiningarmörk í vatni eru við u.þ.b. 0,5 ppm fyrir léttari olíuefni eins og bensín en um 2 ppm fyrir þyngri olíur eins og smurolíur.

Hægt er að greina olíuefni í ýmsum öðrum sýnum en vatni og jarðvegi eftir samkomulagi.

Eftirfarandi efni eru mæld með gasgreini tengdum logaskynjara (FID):

 • BTEX (bensen, tólúen, etylbensen og xylen).  

Greiningarmörk eru á bilinu 0,005 - 0,01 mg/L (ppm) í vatni og 0,01 - 0,02 mg/kg (ppm) í jarðvegi.

Önnur rokgjörn lífræn efni (lífrænir leysar) í vatni, jarðvegi eða öðrum sýnum eftir samkomulagi.

Eftirfarandi efni eru mæld með gasgreini tengdum ECD-skynjara:

Önnur rokgjörn lífræn halógenefni í vatni, jarðvegi eða öðrum sýnum eftir samkomulagi.

Tríhalómetan-nefni
Efni Greiningarmörk
µg/L (ppb)
klóróform 0,2
brómódíklórmetan 0,2
díbrómóklórmetan 0,2
brómóform 0,2