Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði tók þátt í ESCAPE verkefni EUDA árið 2024 (https://www.euda.europa.eu/topics/escape_en). Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða efni eru í umferð á meðal einstaklinga sem nota vímuefni í æð, bera niðurstöður saman við önnur Evrópulönd og skima fyrir nýjum efnum. Rannsóknin styður einnig við rannsóknir sem byggja á samtölum við einstaklinga í neyslu.
Alls greindust 12 vímuefni, þar af eru örvandi efni algengust og finnast í 73% sýna. Metýlfenídat er algengasta efnið og fannst í tæplega 42% tilfella. Ópíóíðar eru einnig algengir og finnast í 31% sýna. Um 12% sýna innihéldu blöndu vímuefna.
Metýlfenídat er ennþá algengasta efnið sem notað er í æð hérlendis en neysla af þessu tagi þekkist ekki í löndunum í kringum okkur. Blöndur vímuefna eru ekki eins algengar hér á landi eins og víða í Evrópu.