Header Paragraph

Norræn ráðstefna í maí 2022, um réttarmeinafræði og réttarefnafræði

Image
Ráðstefnutitill 6. árlegu NAFT ráðstefnunnar

Sameiginleg ráðstefna norrænna réttarmeinafræðina og réttarefnafræðinga var haldin í Reykjavík dagana 11. til 13. maí sl. á Grand Hótel. Að þessu sinni höfðu starfsmenn RLE veg og vanda af undirbúningi ráðstefnunnar með Rannsóknastofu í réttameinafræði, sem að þessu sinni tók óvenju langan tíma vegna síendurtekinna Covid-frestana. Samtals komu saman um 200 þátttakendur frá 14 löndum og kynnt voru yfir 100 vísindaleg framlög annað hvort sem fyrirlestrar eða veggspjöld. Framkvæmdin tókst í alla staði vel og greinilegt að fólk var farið að þyrsta í að hittast og ræða vísindi. Næsta norræna réttarefnafræðiráðstefnan verður í Kaupmannahöfn að ári og síðan er hafin undirbúningur fyrir næstu sameiginlegu ráðstefnu réttarmeinafræðinga og réttarmeinafræðinga í Tromsö í Noregi í júní 2024.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Image
Hópmynd af hluta RLE hópsins á 6. NAFT ráðstefnunni sem haldin var í Rvk.

Nokkrir starfsmanna RLE á ráðstefnunni.

Image
Hluti af veggspjaldarými á 6. NAFT ráðstefnunni, haldin í Rvk.

 Veggspjöld í flestum rýmum ráðstefnunnar.

Image
Agilent og Watersbásarnir á 6. NAFT ráðstefnunni í Rvk.

Chiron, Agilent og Waters höfðu sína kynningarbása á ráðstefnunni.