Header Paragraph

Mengunarefni í Íslendingum

Image

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði tekur þátt í vísindarannsókn ásamt rannsóknastofu í næringarfræði. Sýnasöfnun er hafin og svo tekur við vinna við að mæla ýmis efni í sýnunum. Þátttakendur sem lentu í handahófsúrtaki fá póstsendingu með upplýsingum um verkefnið og þvagsýnadós. Við hvetjum auðvitað þá sem fá sendinguna að taka þátt og leggja sitt af mörkum fyrir þekkingaröflun og lýðheilsu.

Hér er frétt um málið frá Háskólanum:

https://hi.is/frettir/visindamenn_hi_rannsaka_mengunarefni_i_islendingum

Viðtal vegna þessarar fréttar var tekið á Rás 2 þann 13. mars 2025 við Ásu Valgerði Eiríksdóttur:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunutvarpid/23822/b7q92f/asa-valgerdur-um-mengunarefni-i-islendingum