Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE), Háskóla Íslands stóðst úttekt hjá BSI á Íslandi í maí á 9001 staðlinum um gæðastjórnunarkerfi. Rannsóknastofan hefur verið með gæðahandbók og rannsóknastofukerfi í áratugi sem lið í að tryggja framúrskarandi gæði og öryggi mæliniðurstaðna. RLE innleiddi umhverfisstaðalinn ISO 14001, staðalinn um heilbrigði og öryggi á vinnustað samkvæmt ISO 45001 árið 2021. RLE hefur einnig innleitt Grænu skrefin fimm. Við innleiðingu og viðhald á ofangreindum stöðlum og skrefum er verið að stuðla að framúrskarandi gæðum og þjónustu, skapa enn betri vinnuaðstæður og jafnframt huga að sjálfbærni og umhverfi okkar. Að baki liggur margra ára vinna framúrskarandi sérfræðinga RLE í gæða- og öryggismálum.