Header Paragraph

Handhverfugreining amfetamíns

Image

Ný mæliaðferð á RLE, handhverfugreining amfetamíns, greinir á milli l- og d- handhverfa amfetamíns. Hefðbundnar mæliaðferðir gera ekki greinarmun á milli handhverfa amfetamíns en með sérstakri aðgreiningarsúlu er hægt að aðskilja þessar handhverfur. Aðferðin gefur betri mynd af notkun amfetamíns þar sem helstu framleiðsluaðferðir ólöglegs amfetamíns mynda bæði l-amfetamín og d-amfetamín í jöfnum hlutföllum en þau lyf sem innihalda amfetamín og eru með markaðsleyfi á Íslandi (Attentin® og Elvanse® ) innihalda eingöngu d-amfetamín eða forlyf þess.  Sjá nánar.