Liðið Hagi – klikkaðir kílómetrar, þrír starfsmenn á reiðhjólum

Liðið Hagi – klikkaðir kílómetrar kom, sá og sigraði í innanhúskeppni Háskóla Íslands sem haldin var í tengslum við átakið Hjólað í vinnuna í maímánuði 2021. Liðið er skipað starfsfólki frá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði.

""

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) við Háskóla Íslands hefur staðist úttekt hjá BSI á Íslandi á umhverfisstaðlinum ISO 14001 og staðlinum um heilbrigði og öryggi á vinnustað samkvæmt ISO 45001. Að baki liggur margra ára vinna framúrskarandi sérfræðinga RLE í gæða- og öryggismálum.

""

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands (RLE) fékk nýverið nýverið viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir að hafa tekið Græn skref í ríkisrekstri sem miða m.a. að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ríkisins.