Header Paragraph

Etizolam í skólpi

Image
Etizolam finnst í skolpi höfuðborgarinnar

Íslendingar eru ein fjórtán þjóða er tóku þátt í rannsókn á lyfjaleifum í fráveitukerfum 35 borga um síðustu áramót (2021/2022). Gögnum var safnað frá 35 fráveitustöðvum. Það kom á óvart að efnið etizolam skyldi finnast i hvað hæstum styrk hér á landi. Etizolam er af flokki benzódíasepín-lyfja og hefur róandi og sljóvgandi áhrif, en er ekki skráð lyf á Íslandi og kom því á óvart að það skyldi finnast.
Sjá hér hlekk á vef RÚV frá 9. Júlí 2022. Þar er nánar fjallað um málið og rætt við Kristínu Ólafsdóttur forstöðumann hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði.