Laugardaginn 22. október 2022  mættum við nokkur úr RLE ásamt mökum og börnum á bílastæði við Bláfjöll. Einn úr hópi RLE, Adam, skipulagði ferðina. Genginn var um 2 km hringleið og komið við í nokkrum hellum og nesti borðað meðan áð var milli hella. Hellarnir báru sumir skemmtileg nöfn eins og Tanngarðshellir og Bátshellir.

Image
Kristallar a vegg i Blafjallahelli

Margbreytilegar steinmyndanir var að sjá í hellunum