Olía-og-eða leysiefni í jarðvegi

Sýnatökuleiðbeiningar fyrir mælingu á olíu- og/eða leysiefnum í jarðvegi

 

  • Sýnaglös (50 – 250 ml glerkrukkur) og lok skulu vera vel þvegin og skoluð vandlega til að losna við allar sápuleifar.
  • Aðferð við sýnatöku er háð tilgangi rannsóknar og aðstæðum á vettvangi, hafið samband við rannsóknastofuna ef þörf er á nánari leiðbeiningum.
  • Fyllið krukkurnar vel af jarðvegi og forðist að hafa mikið af steinum með.
  • Reynið að hreyfa sem minnst við jarðveginum til að tapa ekki rokgjörnum efnum úr honum.
  • Þurrkið alla mold af opi krukkunnar og lokið vandlega.
  • Kælið sýnin og komið þeim á rannsóknastofuna eins fljótt og hægt er.
    Gott er að láta vita fyrirfram hvenær von sé á sýnunum.
  • Hámarksgeymslutími er u.þ.b. 14 dagar í kæli.
  • Sýnum þarf að fylgja skrifleg beiðni (má einnig vera tölvupóstur) þar sem fram kemur hvað á að mæla og hvert á að senda niðurstöður og reikning.