Um Rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) heyrir undir Heilbrigðissvið Háskóla Íslands.

Hjá RLE starfa um 20 manns en stofan sinnir margvíslegum réttarefnafræðilegum rannsóknum fyrir lögreglu og dómsyfirvöld. Stærsti hluti mála RLE er leit og mælingar á alkóhóli, ávana- og fíkniefnum og lyfjum í líf- og efnissýnum. Stór þáttur er túlkun og mat mæliniðurstaðna og vitnisburður í dómsmálum sé þess óskað.  Þá heldur RLE utan um ýmiss konar mengunar- og eiturefnamælingar í umhverfi og lífverum. 

Starfsfólk RLE sinnir einnig kennslu í Háskóla Íslands á sviði líflyfjafræði  og eiturefnafræði. Auk þess skipa vísindarannsóknir æ stærri sess í starfi stofunnar og birta vísindamenn hennar greinar í alþjóðlegum vísindatímaritum og taka þannig þátt í að skapa nýja þekkingu í fræðigrein sinni. Þá er einnig lögð áhersla á veita verðandi vísindamönnum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum í gegnum meistara- og doktorsnám innan Háskólans. 

Image
Hagi bygging Háskóla Íslands

Stjórn og starfsfólk

Í stjórn RLE skal skipa fimm einstaklinga:
  • Forstöðumaður fræðasviðs lyfja- og eiturefnafræði innan læknadeildar er formaður stjórnar.
  • Fulltrúi skipaður af fræðasviðsforseta HVS til fjögurra ára.
  • Forstöðumenn RLE:
       o Yfirmaður þjónusturannsókna.
       o Yfirmaður vísindalegra rannsókna í tengdu starfi á RLE.
  • Einn fulltrúi starfsfólks RLE kosinn á starfsmannafundi til tveggja ára.
 

Forstöðumenn Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði: 

 

Elísabet J. Sólbergsdóttir

Elísabet J. Sólbergsdóttir
Gæðastjóri á Heilbrigðisvísindasviði

 

Kristín Ólafsdóttir

Krisín Ólafsdóttir
Dósent á Heilbriðgðisvísindasviði

 

 

 

Starfsfólk
  Nafn Starfssvið Sími Netfang
  Adam Erik Bauer Verkefnastjóri LC-MSMS 525-5130 adameb(hjá)hi.is
  Alexandra Almaxaeva Sérfræðingur lífsýnasvið 525-5130 alexa(hjá)hi.is
  Ása Eiríksdóttir Sérfræðingur umhverfis- og eiturefnasvið 525-5130 asav(hjá)hi.is
  Ásdís Elva Aðalsteinsdóttir Skrifstofustjóri og starfsmannamál 525-5130 aelva(hjá)hi.is
  Björn Þorgilsson Verkefnastjóri alkóhóla, vefstjóri 525-5135 bjornth(hjá)hi.is
  Brynja Björk Baldursdóttir Verkefnastjóri GC-MS 525-5130 brynjabb(hjá)hi.is
  Elín V. Magnúsdóttir Verkefnastjóri hugbúnaðarmála, umhverfis- og eiturefnasvið, gæðamál 525-5130 elinmag(hjá)hi.is
  Elísabet J. Sólbergsdóttir Forstöðumaður, Gæðastjóri 525-5130 betajona(hjá)hi.is
  Hildur Sæmundsdóttir Sérfræðingur lífsýnasvið 525-5130 hildurs(hjá)hi.is
  Ingibjörg G. Magnúsdóttir Rannsóknamaður 525-5130 im(hjá)hi.is
  Ingibjörg Halla Snorradóttir Verkefnastjóri efnissýnasvið 525-5130 inghalla(hjá)hi.is
  Kristín Ólafsdóttir Forstöðumaður, Dósent, fræðslumál RLE 525-5122 stinaola(hjá)hi.is
  Margrét Rún Jakobsdóttir Verkefnastjóri lífsýnasvið 525-5130 margretj(hjá)hi.is
  María Erla Bogadóttir Verkefnastjóri lífsýnasvið 525-5130 merla(hjá)hi.is
  Sólveig Sif Halldórsdóttir Verkefnastjóri lífsýnasvið 525-5130 solasif(hjá)hi.is
  Svava Þórðardóttir Verkefnastjóri krufninga 525-5130 svavahth(hjá)hi.is
  Unnur Elísabet Stefánsdóttir Sérfræðingur efnissýnasvið 525-5130 unnures(hjá)hi.is
  Valþór Ásgrímsson Verkefnastjóri efnissýnasvið 525-5130 valthor(hjá)hi.is

 

Viðhalda gæðastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur ISO 9001. Hafa skal einnig kröfur rannsóknastaðalsins ISO 17025 að leiðarljósi.

Uppfylla lagalegar kröfur sem gerðar eru til starfseminnar hverju sinni.

Vera leiðandi á sviði lyfja-, ávana- og fíkniefna og eiturefnamælinga á Íslandi. Veita góða og sveigjanlega þjónustu þar sem unnið er eftir vel skilgreindum verkferlum með það að markmiði að tryggja framúrskarandi gæði.

Stjórnendur tryggi gott upplýsingaflæði og sjái til þess að allir starfsmenn séu vel þjálfaðir, skilji og tileinki sér gæðastefnu RLE og vinni sem ein heild við að framfylgja henni.

Stjórnendur sem og allir starfsmenn séu meðvitaðir um að greina áhættur og líti á ábendingar, ytri sem innri, sem tækifæri til stöðugra endurbóta.

Skapa öruggt, jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi og sýna samfélagslega ábyrgð.

RLE hefur innleitt umhverfis-, heilsu og öryggisstaðlanna,  ISO 14001 og ISO 45001 og er vottuð rannsóknastofa.

RLE hefur innleitt Grænu skrefin 5 og tekið þannig þátt í átaki ríkisstofnana um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna.

RLE stefnir að því að vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilsu og umhverfismálum með því að tryggja öllum starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og sýna umhverfislega ábyrgð.

Virðing og samráð við starfsfólk um leiðir til að ná settum markmiðum um slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður bíður líkamlegt né andlegt heilsutjón af starfi sínu.

Virðing gagnvart umhverfinu með því að fara vel með auðlindir, velja umhverfisvæna kosti, lágmarka úrgang og losun gróðurhúsalofttegunda, hámarka endurvinnslu og stuðla að aukinni sjálfbærni.

Vera til fyrirmyndar og uppfylla allar lagalegar kröfur. 

Rannsóknastofa í lyfafræði var stofnuð 1939 og var Kristinn Stefánsson, læknir og kennari við læknadeild (og síðar prófessor) fyrsti forstöðumaður hennar.

Þjónusturannsóknir á sviði réttarefnafræði (ákvarðanir á lyfjum og eiturefnum) hófust árið 1966 í samráði við prófessor í réttarlæknisfræði við læknadeild. Umfang þessarar starfsemi jókst mjög á næstu árum og árið 1974 var formlega stofnuð réttarefnafræðideild við rannsóknastofuna.

Kennsla hefur ætíð verið einn veigamesti þáttur í starfsemi fræðasviðsins. Fastir kennarar læknadeildar í líflyfjafræði (pharmacology) og eiturefnafræði (toxicology) hafa ætíð átt heimahöfn innan rannsóknastofunnar. Lengst af hefur kennsla læknanema verið fyrirferðarmest í kennslunni en einnig hafa kennarar rannsóknastofunnar sinnt kennslu innan tannlæknadeildar og hjúkrunarfræðideildar. Markmið með kennslu í líflyfjafræði (medical pharmacology) er að veita nemum fræðslu um helstu lyf og lyfjaflokka, sem notaðir eru við lækningar. Segja má í hnotskurn, að líflyfjafræði fjalli um það, hvað lyfin gera í líkamanum (lyfhrifafræði) og hvað líkaminn gerir við lyfin (lyfjahvarfafræði).

Vísindarannsóknir innan líflyfjafræði og eiturefnafræði skipa sífellt stærri sess innan RLE. Mikil áhersla er lögð á að fræðasviðið taki þátt í að auka veg vísinda innan háskólans í samræmi við stefnu skólans. Í því sambandi er lögð áhersla á veita verðandi vísindamönnum tækifæri á að taka þátt í rannsóknum í gegnum meistara- og doktorsnám innan skólans. Vísindamenn rannsóknastofunnar birta vísindagreinar í alþjóðlegum vísindatímaritum og taka þannig þátt í að skapa nýja þekkingu í fræðigrein sinni.