Akstur undir áhrifum

Sýnataka vegna aksturs undir áhrifum

Hæfni til aksturs er alltaf metin út frá mælingum í blóði.

 

Akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja:

  • Blóð: 15-20 ml (3-4 blóðsýnaglös), í sýnatökuglös með rot- og storkuvörn.
  • Þvag: 10 ml, ef þess er nokkur kostur. Skimun í þvagi er einfaldari en í blóði.

Beiðni um mælingar skal byggja á upplýsingum um hugsanleg ávana- og fíkniefni og/eða lyf og niðurstöðum forprófa. Á beiðni þarf einnig að koma skýrt fram ósk um mat á hæfni til aksturs.

Stöðugleiki nokkurra lyfja og fíkniefna í blóðsýnum er takmarkaður og því er æskilegast að geyma sýni í kæli og senda sem allra fyrst til Rannsóknastofunnar.

 

Ölvunarakstur

Ökumaður stöðvaður í akstri:

  • 4-5 ml af blóði (1 sýnaglas, með rot- og storkuvörn).

Ökumaður tekinn eftir að akstri lauk:

  • Taka þarf 2 blóðsýni (4-5 ml) með um klukkustundar millibili og þvagsýni sem næst fyrri sýnatökutíma.