Háskóli Íslands

Um RLE

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) heyrir undir læknadeild Háskóla Íslands og sinnir þjónusturannsóknum, kennslu og vísindarannsóknum.

Þjónusturannsóknir eru m.a. á sviði réttarefnafræði fyrir lögreglu- og dómsyfirvöld, en einnig eru lyfja- og fíkniefnamælingar fyrir heilbrigðisstofanir, fangelsi og vinnustaði. Þá eru einnig gerðar lífrænar mengunar- og eiturefnamælingar fyrir ýmsa aðila.

Kennsla í líflyfjafræði (pharmacology) og eiturefnafræði (toxicology) fyrir háskólanema í ýmsum deildum Heilbrigðisvísindasviðs, s.s. læknanema, tannlæknanema og hjúkrunarnema. Einnig leiðbeina margir starfsmenn RLE háskólanemum, svo sem rannsóknarnámsnemum í meistara- og doktorsnámi við háskólann.

Vísindarannsóknir starfsmanna RLE eru á fjölþættum sviðum heilbrigðis- og umhverfisvísinda. Stundaðar eru vísindarannsóknir í nánum tengslum við aðrar grunngreinar læknisfræðinnar, t.d. á sviði frumulíffæði (stofnfrumurannsóknir og innri boðkerfi fruma) og faraldsfræði (lyfjafaraldsfræði). Einnig eru unnar vísindarannsóknir og þróunarvinna innan þjónusturannsókna RLE á sviði faraldsfræði, umhverfisvísinda og aðferðaþróunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is