Háskóli Íslands

Um RLE

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) heyrir undir Heilbrigðissviði Háskóla Íslands. 

Hjá RLE starfa 20 manns en stofan sinnir margvíslegum réttarefnafræðilegum rannsóknum fyrir lögreglu og dómsyfirvöld. Stærsti hluti mála RLE er leit og mælingar á alkóhóli, ávana- og fíkniefnum og lyfjum í líf- og efnissýnum. Stór þáttur er túlkun og mat mæliniðurstaðna og vitnisburður í dómsmálum sé þess óskað.  Þá heldur RLE utan um ýmiss konar mengunar- og eiturefnamælingar í umhverfi og lífverum. 

Starfsfólk RLE sinnir einnig kennslu í Háskóla Íslands á sviði líflyfjafræði  og eiturefnafræði. Auk þess skipa vísindarannsóknir æ stærri sess í starfi stofunnar og birta vísindamenn hennar greinar í alþjóðlegum vísindatímaritum og taka þannig þátt í að skapa nýja þekkingu í fræðigrein sinni. Þá er einnig lögð áhersla á veita verðandi vísindamönnum tækifæri á að taka þátt í rannsóknum í gegnum meistara- og doktorsnám innan Háskólans. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is