Háskóli Íslands

Mengunar- og eiturefnamælingar

PCB-efni í olíu

PCB-efni eru ákvörðuð með gasgreini með ECD-skynjara, sem er sérhæfður til ákvörðunar á lífrænum halógensamböndum.
Greiningarmörk aðferðarinnar eru um það bil 2 mg/kg (ppm) m.v. Aroclor blöndur.
Æskilegt magn sýnis er 1-50 ml og ætti helst að vera í glerglasi.

Þrávirk efni (PCB og varnarefni) í umhverfi og lífverum

PCB og varnarefni eru ákvörðuð með gasgreini með ECD-skynjara, sem er sérhæfður til ákvörðunar á lífrænum halógensamböndum.  Efnin eru greind í ýmiskonar sýnum s.s. blóði, ýmsum vefjum, lofti, úrkomu, jarðvegi o.fl.

Til að tryggja gæði þessara mælinga tekur rannsóknastofan þátt í samanburðarprófum á greiningu þrávirkra lífrænna efna í fiski og skelfiski á vegum QUASIMEME tvisvar sinnum á ári og í blóði á vegum AMAP þrisvar á ári.

Dæmi um efni sem greind eru:

7 - 15 mismunandi PCB-efni
alfa-, beta- og gamma-HCH
HCB
alfa- og gamma-Chlordane
trans-nonachlor
oxychlordane
4,4'-DDE, 4,4'-DDD, 2,4'-DDT og 4,4'-DDT
toxafen afleiður (parlar 26, parlar 50 og parlar 62).

Hafið samband við Rannsóknastofuna varðandi magn og meðferð sýna.

Olíuefni (TPH, total petroleum hydrocarbons) í vatni, jarðvegi o.fl.

Olíuefni eru ákvörðuð með gasgreini með logaskynjara (FID).  Greind er tegund og heildarmagn olíuefna.

Greiningarmörk í jarðvegi eru við ca. 2 mg/kg (ppm) fyrir léttari olíuefni eins og bensín og steinolíu,  5 mg/kg (ppm) fyrir diesel- eða gasolíu og 20-25 mg/kg (ppm) fyrir þyngri olíur eins og smurolíur.

Greiningarmörk í vatni eru við u.þ.b. 0,5 ppm fyrir léttari olíuefni eins og bensín en um 2 ppm fyrir þyngri olíur eins og smurolíur.

Hægt er að greina olíuefni í ýmsum öðrum sýnum en vatni og jarðvegi eftir samkomulagi.

Rokgjörn lífræn efni (VOC, volatile organic compounds) í vatni, jarðvegi o.fl.

Eftirfarandi efni eru mæld með gasgreini tengdum logaskynjara (FID):
BTEX (bensen, tólúen, etylbensen og xylen).  Greiningarmörk eru á bilinu 0,005 - 0,01 mg/L (ppm) í vatni og 0,01 - 0,02 mg/kg (ppm) í jarðvegi.

Önnur rokgjörn lífræn efni (lífrænir leysar) í vatni, jarðvegi eða öðrum sýnum eftir samkomulagi.

Rokgjörn lífræn halogenefni (VOX, volatile organic halogens) í vatni, jarðvegi, olíu o.fl.

Eftirfarandi efni eru mæld með gasgreini tengdum ECD-skynjara:
Rokgjörn lífræn halogenefni, staðall EPA-8240 og/eða EPA-8010.

Önnur rokgjörn lífræn halógenefni í vatni, jarðvegi eða öðrum sýnum eftir samkomulagi.

Yfirlit yfir efni og greiningarmörk í vatni (pdf)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is