Ávana- og fíkniefnaleit í þvagi
Leitað er að flestum ávana- og fíkniefnum í þvagsýnum með vökvagreini tengdum massaskynjurum (LC-MS/MS).
Beiðni
velja þarf:
- Ákveðinn flokk (flokka) efna. Gjaldfært er fyrir hvern flokk.
- Ákveðið efni.
Sýnamagn
Minnst 10 ml
Afgreiðslutími
- Neikvæð: 2–4 virkir dagar.
- Jákvæð: 5-8 virkir dagar. Til staðfestingar er framkvæmd tvöföld mæling ef sýni eru jákvæð.
- Flýtimeðferð, gegn aukagjaldi: Ef sýni berst fyrir kl 13, er svarað næsta virka dag.
Mæliþröskuldur og styrkur
Við stöðlun aðferða er tekið mið af evrópskum vinnustaðastaðli (EWDTS) við ákvörðun mæliþröskulda (cut-off) fyrir efnin. Sýnið er gefið út jákvætt ef styrkur þess í þvagi er jafnhár eða hærri en mæliþröskuldur. Það er því eingöngu verið að segja til um neyslu efnis. Ekki er hægt að segja til um hversu mikils magns af efninu hefur verið neytt þar sem styrkur er háður vökvaneyslu einstaklings og tíma frá inntöku efnis.
Geymsla sýna
- Neikvæð: 4 vikur í ísskáp (hægt að biðja um ítarlegri leit).
- Jákvæð: 1 ár í frysti.
Viðmiðunargildi fyrir greiningartíma ávana- og fíkniefna í þvagi
Flokkur | Efni |
Greiningartími í þvagi (dagar) |
Amfetamín | Amfetamín | 1-2 |
MDMA | 1-3 | |
Metamfetamín | 1-3 | |
Metýlfenidat | 1-2 | |
Kannabis | Tetrahýdrókannabínólsýra | 1-30 |
Kókaín | Kókaín / Benzóýlekgonin (kókaín umbr.) | 1-3 |
Róandi lyf og svefnlyf | Benzódíazepínsambönd |
1-8 (langverkandi) 1-2 (stuttverkandi) |
Zolpidem / Zopíklón | 1-2 | |
Verkjalyf / ópíöt | Búprenorfín | 1-3 |
Fentanýl | 1-2 | |
Kódein | 1-3 | |
Morfín | 1-3 | |
Oxýkódón | 1-4 | |
Tramadól | 1-3 | |
Ýmis efni | Gabapentín | 1-3 |
Pregabalín | 1-4 |
Búprenorfín og virkt umbrotsefni þess norbúprenorfín er bæði notað sem verkjalyf og einnig í blöndu með naloxoni til meðferðar á ópíatfíkn. Það er á lista yfir efni sem eru skilgreind hættuleg umferðaröryggi og ákvað því RLE að hafa búprenorfín inn í nýrri leitaraðferð fyrir ávanabindandi verkjalyf og ópíöt. Jafnvel þegar búprenorfín er notað samkvæmt læknisráði getur það haft veruleg áhrif á viðbrögð einstaklings og skert hæfni til aksturs.
Greiningartími
Greiningartími efna í þvagi er meðal annars háður helmingunartíma (t1/2) efna og styrk þeirra.
Brotthvarf efna úr líkamanum
Brotthvarf (elimination) er samnefnari fyrir útskilnað (excretion) og umbrot (metabolism) efnis úr blóði. Þau geta skilist út:
- Óbreytt.
- Sem umbrotsefni (eitt eða fleiri).
-
Bæði óbreytt og sem umbrotsefni.
Umbrotsefni (metabolite) myndast við umbrot á efnasambandi í líkamanum. Umbrotsefni eru oftast minna virk og auðleysanlegri og þar með skiljast hraðar út með þvagi.
Greiningaraðferð LC-MS/MS
Mjög sértæk og nákvæm greining. Við greiningu efna er notast við rástíma á súlu, einkennandi massajónir fyrir efnið og jónahlutfall.
Staðlar og samanburðarsýni eru mæld samhliða.
Ætlunin er að ofangreind aðferð verði í stöðugri endurskoðun hjá Rannsóknastofunni (RLE) og spegli að mestu ávana- og fíkniefnanotkun á Íslandi.