Háskóli Íslands

Ýmis fróðleikur tengdur etanóli

Hvað er alkóhólismi

Hvaða líffræðilegan skaða getur það haft í för með sér að drekka of mikið áfengi og hvað telst of mikið í því sambandi? Hvenær telst manneskja orðin að alkohólista, er það þegar hún fær sér 2-3 drykki daglega eða þegar hún dettur í það vikulega?    

Magnús Jóhannsson læknir svarar (grein í mbl 22. des. 2004)

Hvað þýðir 0,50‰ vínandamagn í blóði?

Þetta þýðir að það eru 0,5 g af hreinu etanóli (alkóhóli) í 1000 ml af blóði.  Venja er að gefa magn etanóls í blóði eða öðrum líkamsvessum til kynna sem ‰, pro mille, sem jafngildir g/1000 ml

Áfengislög

2. gr. Samkvæmt lögum þessum telst áfengi hver sá neysluhæfur vökvi sem í er að rúmmáli meira en 2,25 % af hreinum vínanda.  Efni þau sem sundur má leysa í vökva og hafa nefndan áfengisstyrkleika skal fara með sem áfengan drykk.

Nánar um áfengislög

Umferðalög

45. gr. Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki, ef hann er undir áhrifum áfengis.

Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50‰, en er minna en 1,20‰, eða vínandamagn í lofti sem hann andar frá sér nemur 0,25 milligrömmum í lítra lofts, en er minna en 0,60 milligrömm, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.

Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.    

Nánar um umferðarlög

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is