Háskóli Íslands

Lyfjamælingar

Mæliaðferðir

Gasgreining og/eða vökvagreining eru notaðar til magnákvörðunar og leit að lyfjum. Fer það eftir hvaða lyf á að mæla hvor aðferðin er notuð.

Sýnataka

Blóðsýni skal taka að jafnaði fyrir fyrstu lyfjagjöf að morgni. Ef lyf hefur stuttan helmingunartíma og er ekki gefið sem forðalyf getur komið til greina að taka sýnið 2-3 klst. eftir fyrstu lyfjagjöf að morgni.

Sýnamagn

Sýnamagn er breytilegt eftir því hvaða og hversu mörg lyf á að mæla.

2-3 ml af sermi eða 5 ml blóði
4-5 ml af sermi eða 10 ml af blóði, perfenazín, zúklópentixól og leit
10 ml þvag

Leit

Ítarleg leit: Leitað að súrum og hlutlausum lyfjum (s.s.ýmiss bólgulyf) og basískum lyfjum (s.s. ýmiss geðlyf). Gott að fá þvag ásamt blóði eða sermi.

Ef lyf greinist þá er það magnákvarðað.

Leit að lyfjaflokki: Hægt er að biðja um leit að ákveðinni tegund lyfja (s.s. benzódíazepínsamböndum, geðlyfjum o.s.fr.) og magnákvörðun þeirra í kjölfarið.

Sértæk leit í þvagi: Metylfenidat (ritalin®), tramadól og fentanýl í þvagi án magnákvörðunar.

Magnákvörðun

Magnákvörðun á lyfjum er gerð í blóði, plasma eða sermi, sjá viðmiðunargildi lyfja (pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is