Háskóli Íslands

Rannsóknir á lífsýnum frá lögreglu

Rannsóknir á blóð- og þvagsýnum vegna gruns um brot á umferðar- og almennum hegningarlögum

Samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987 með síðari breytingum frá 2006 er óheimilt að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna, sem óheimil eru á íslensku forráðasvæði. Fram að þeim tíma var óheimilt að aka undir áhrifum áfengis. Í kjölfar þess að bann var sett við akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna breyttist samsetning akstursmála allverulega.

Graf 1: Breyting á samsetningu akstursmála við breytingu á umferðarlögum.

Undanfarin ár hafa flest mál, sem komið hafa til rannsóknar, verið vegna meintra umferðarlagabrota. Akstursmálum er skipt í þrjá meginflokka sem eru:

          Akstur og alkóhól

          Akstur og ólögleg fíkniefni

          Asktur undir árhifum lyfja bæði með og án ólöglegra fíkniefna eða alkóhóls

Graf 2: Sýnir málafjölda og flokkun akstursmála á árunum 2015-2021 en þar sést vel hvernig samsetning þessa málaflokks hefur breyst. Á árinu 2018 varð mikil aukning á akstri undir áhrifum slævandi lyfja í flokki róandi-, svefn- og sterkra verkjalyfja og var sá akstursmálaflokkur orðinn algengastur árið 2020.

Í ýmsum öðrum lífsýnamálum frá lögreglu getur reynst nauðsynlegt að afla upplýsinga um hvort hlutaðeigandi hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða ávana- og fíkniefna þegar brot var framið.

Graf 3: Sýnir fjölda og skiptingu réttarefnafræðilegra mála á árunum 2005-2021.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is