Rannsóknir á ávana- og fíkniefnum sem lögreglu- eða tollayfirvöld hafa lagt hald á
Á hverju ári koma til rannsóknar fjölmörg sýni af ávana- og fíkniefnum, sem lögreglu- og tollayfirvöld hafa lagt hald á. Með ávana- og fíkniefnum er hér fyrst og fremst átt við efni, sem óheimil eru á íslensku yfirráðasvæði, sbr. 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni með síðari breytingum.
Einnig hafa komið til rannsóknar ýmis önnur efni, svo sem vefaukandi sterar, fæðubótarefni o.fl.
Graf 1: Fjöldi efnissýna eftir ári.
Graf 2: Fjöldi í sýnaflokki efnissýna eftir ári.
Graf 3: Fjöldi kannabissýna eftir ári.