Háskóli Íslands

ISO-vottunum fagnað

Meginmál: 

Fimmtudaginn 14. október kl. 15:30 var formlega haldið upp á að Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) við Háskóla Íslands hefur staðist úttekt hjá BSI á Íslandi á umhverfisstaðlinum ISO 14001 og staðlinum um heilbrigði og öryggi á vinnustað samkvæmt ISO 45001. Skálað var fyrir þessum eftirsótta áfanga og léttar veitingar voru í boði. Auk starfsmanna RLE fengum til okkar nokkra gesti sem komu að þessu verkefni með okkur. M.a. Evu Ingvarsdóttur hjá Eflu, Jón Sigurð Pétursson og Sólrúnu Sigurðardóttir af framkvæmdasviði og Ingu Þórsdóttur sviðsstjóra heilbrigðisvísindasviðs.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is